Lífsferill innsendra atriða
Innsend atriði
Þegar þú sendir inn atriði verður því bætt í safn innsendra atriða. Þar er það ekki aðgengilegt og bíður eftir því að ritstjóri samþykki það (eða hafni).
Yfirfarin atriði
Hlutverk ritstjórans er að ganga úr skugga um að innlögnin standist kröfur okkar um gæði og yfirgrip lýsigagna, samkvæmni í bitastraumi og réttindamál. Ritstjórinn getur endursent innlögnina með lýsingu á nauðsynlegum breytingum. Þetta er endurtekið þar til ritstjórinn samþykkir atriðið. Að fengnu samþykki er atriðið birt.
Birt atriði
Birt atriði fá varanlegt auðkenni (PID, persistent identifier) sem á að nota í tilvísunum og tilvitnunum, t.d. http://hdl.handle.net/20.500.12537/12 . CLARIN-IS varðveislusafnið ábyrgist að varanlega auðkennið (nánar tiltekið notum við http handle vefsel) vísi á lifandi vefsíðu (jafnvel þótt núverandi skipulag vefþjóns breytist eða sé flutt) sem lýsir gögnunum þínum.
Birt gögn eru aðgengileg í vafra gegnum leitarviðmót okkar. Lýsigögn allra atriða fara til leitarvéla og eru aðgengileg gegnum OAI-PMH samskiptareglur (ýmsar stofnanir lesa lýsigögn úr varðveislusafni okkar t.d. http://catalog.clarin.eu/vlo/). Bitastraumar opinna innlagna (sjá Varðar innlagnir) eru líka aðgengilegir gegnum OAI-ORE samskiptareglur.
Eyðing og breyting birtra atriða
Hver sem er getur farið fram á eyðingu birtra gagna, en hvert tilvik verður metið fyrir sig. Við áskiljum okkur rétt til að hafa lýsigögn birtra gagna aðgengileg áfram ef engin sérstök ástæða er til að eyða þeim. Ástæðan er sú að eyðing þeirra stríðir gegn hugmyndinni um (varanleg auðkenni). Öll varanleg auðkenni (PID) eru aðgengileg gegnum OAI-PMH viðmót þó ekki sé nema til að gefa upplýsingar um að atriðinu sjálfu hafi verið eytt.
Við leyfum smávægilegar breytingar á innlögnum (t.d. leiðréttingar innsláttarvillna) gegnum þjónustuborð. Slík tilvik eru líka metin hvert fyrir sig. Ef um meiriháttar breytingar er að ræða þarf að senda inn nýja gerð atriðisins og við tilgreinum í lýsigögnum þeirrar eldri að ný gerð sé komin í staðinn.
Varðar innlagnir
Við leggjum áherslu á að öll lýsigögn eru alltaf aðgengileg öllum. Við mælum með opnum aðgangi að innlögnum, en við leyfum líka takmörkuð leyfi á bitastraumum sem krefjast rafrænnar undirskriftar til niðurhals. Við höldum utan um þessar undirskriftir ef einhver brot á höfundarétti skyldu koma upp.
Sjá tiltæk leyfi eða biðjið okkur að bæta við sértæku leyfi.
Við leyfum líka frestun á bitastraumi sem þýðir að tiltekin gögn verða ekki aðgengileg öllum fyrr en eftir tiltekna dagsetningu.